Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 14:00 David Fizdale er búinn að setja það sem flesti héldu að yrðu einföld sería fyrir Spurs í uppnám. vísir/getty David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan. NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan.
NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum