Audi opnar fyrir pantanir á E-Tron Quattro Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 10:17 Audi E-Tron Quattro. Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent
Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent