Honda Civic Type R sló Nürburgring metið Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 09:42 Honda Civic Type R á Nürburgring brautinni. Enn og aftur hefur Honda tekist að ná krúnunni fljótasti fjöldaframleiddi framhjóladrifsbíll heims með því að bæta metið kringum Nürburgring brautina. Það tókst fyrr í þessum mánuði er hinn nýi Honda Civic Type R tókst að fara brautina á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Fyrra metið átti Volkswagen GTI Clubsport, eða 7:47,19 og hafði náð því einmitt af Honda Civic Type R, sem árið 2015 hafði sett tímann 7:50,63. Nýi Honda Civic Type R er því rétt um 7 sekúndum sneggri en fyrir tveimur árum. Honda Civic Type R sem sló metið var með veltigrind af öryggisástæðum, en á móti þeirra viðbótarvigt voru aftursætin tekin úr bílnum, sem og afþreyingarkerfið. Ekkert annað var átt við bílinn. Honda Civic Type R er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 306 hestöflum og 400 Nm togi. Metsláttarbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum Honda Civic Type R í sumar í verksmiðju sinni í Swindon í Bretlandi og þaðan verður hann seldur um heim allan og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Renault hefur hug á því að bæta nýtt met Honda Civic Type R með Megane RS bíl sínum á næstunni og því heldur slagurinn um brautrmetið á fjöldaframleiddum framhjóladrifsbílum á Nürburgring brautinni áfram. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent
Enn og aftur hefur Honda tekist að ná krúnunni fljótasti fjöldaframleiddi framhjóladrifsbíll heims með því að bæta metið kringum Nürburgring brautina. Það tókst fyrr í þessum mánuði er hinn nýi Honda Civic Type R tókst að fara brautina á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Fyrra metið átti Volkswagen GTI Clubsport, eða 7:47,19 og hafði náð því einmitt af Honda Civic Type R, sem árið 2015 hafði sett tímann 7:50,63. Nýi Honda Civic Type R er því rétt um 7 sekúndum sneggri en fyrir tveimur árum. Honda Civic Type R sem sló metið var með veltigrind af öryggisástæðum, en á móti þeirra viðbótarvigt voru aftursætin tekin úr bílnum, sem og afþreyingarkerfið. Ekkert annað var átt við bílinn. Honda Civic Type R er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 306 hestöflum og 400 Nm togi. Metsláttarbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum Honda Civic Type R í sumar í verksmiðju sinni í Swindon í Bretlandi og þaðan verður hann seldur um heim allan og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Renault hefur hug á því að bæta nýtt met Honda Civic Type R með Megane RS bíl sínum á næstunni og því heldur slagurinn um brautrmetið á fjöldaframleiddum framhjóladrifsbílum á Nürburgring brautinni áfram.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent