Blaðamaðurinn vildi fá svar frá Steven Adams um af hverju liðið gæfi svona mikið eftir er Westbrook færi á bekkinn. Oklahoma hafði þá tapað í jöfnum slag gegn Houston.
Westbrook leyfði Adams ekki að svara spurningunni heldur greip inn í. Bað hann um að vera ekki að skipta liðinu upp. Þeir væru allir í þessu saman.
Blaðamaðurinn kunni ekki að meta þessa takta Westbrook og gekk eftir svari frá Adams sem virtist ekki hafa neinn áhuga á að svara.
Westbrook vildi fá aðra spurningu úr sal en það gekk illa því blaðamaðurinn vildi fá svar við sinni spurningu og neitaði að gefa hljóðnemann eftir.
Þetta er stórskemmtilegt eins og sjá má hér að neðan.