Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Á fimm árum hafa um 40 þúsund manns heimsótt vitann á Akranesi sem Hilmar líkir við vitann á Gróttu. Mynd/ Hilmar sigvaldason Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira