Umboðsmaður franska framherjans Antoine Griezmann segir að tvö félög hafi sýnt áberandi áhuga á skjólstæðing sínum fari svo að hann yfirgefi Atletico Madrid í sumar og tók fyrir að franska stórveldið Paris Saint Germain væri eitt þeirra.
Griezmann sem skoraði í gær 100. mark sitt í spænsku úrvalsdeildinni hefur ítrekað verið orðaður við Manchester United, Manchester City og Chelsea undanfarnar vikur en lið á borð við Real Madrid og Paris Saint-Germain hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Umboðsmaður hans, Eric Olhats, staðefsti í samtali við franska fjölmiðilinn Telefoot að það sé klásúla í samningi hans með riftunarverði.
„Komi tilboð upp á hundrað milljónir evra getur Atletico ekki hafnað boðinu en það þýðir ekki að hann sé ákveðinn í að fara, honum líður vel hjá Atletico,“ sagði Olhats sem staðfesti viðræður við tvö félög.
Við erum að skoða möguleikana, Real Madrid líkt og aðrir klúbbar kemur til greina. Manchester United hefur kynnt fyrir okkur framtíðarsýn félagsins og hafa verið ítrekað í sambandi við okkur en við höfum ekkert heyrt frá forráðamönnum PSG í langan tíma.“
Umboðsmaður Griezmann staðfestir áhuga frá tveimur félögum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn








Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn