Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macron og Le Pen efst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:04 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira