Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2017 17:02 Vigdís Finnbogadóttir við afhendingu á Bjartsýnisverðlaununum á Kjarvalsstöðum í fyrra. Vísir/Ernir Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku. Hvorki ferðamenn, sem hingað koma í stórum stíl, né raftækin, sem orðin eru ómissandi hluti af daglegu lífi, tala íslensku. Þetta kemur fram í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskrar tungu í alþjóðasamfélagi. Fréttaveitan náði tali af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, en hún hefur þungar áhyggjur af íslenskunni í tæknilegu samhengi. „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan ruslinu - með latínunni,“ sagði Vígdís og vísar þar til þess að latína telst útdautt tungumál. Þá var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson, íslenskufræðing og sérfræðing í tungutækni. „Eftir því sem íslenskan verður óþarfari í daglegu lífi, því nær kemst þjóðin því að hætta að tala hana,“ sagði hann. Staða íslenskunnar í stafrænum heimi er áhyggjuefni en ásamt lettnesku, litháísku, írsk-gelísku og maltnesku er hún verst stödd allra tungumála á því sviði. Samkvæmt AP er áætlað að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til þróunar á tæknibúnaði sem komi til með að stuðla að björgun íslenskunnar á stafrænni öld. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu Prófessor í íslenskri málfræði er orðin þreyttur á því að það eina sem gerist til að tryggja framtíð íslensku á tækniöld séu endalausar áætlanir en engar aðgerðir. 19. október 2016 12:30 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku. Hvorki ferðamenn, sem hingað koma í stórum stíl, né raftækin, sem orðin eru ómissandi hluti af daglegu lífi, tala íslensku. Þetta kemur fram í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskrar tungu í alþjóðasamfélagi. Fréttaveitan náði tali af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, en hún hefur þungar áhyggjur af íslenskunni í tæknilegu samhengi. „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan ruslinu - með latínunni,“ sagði Vígdís og vísar þar til þess að latína telst útdautt tungumál. Þá var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson, íslenskufræðing og sérfræðing í tungutækni. „Eftir því sem íslenskan verður óþarfari í daglegu lífi, því nær kemst þjóðin því að hætta að tala hana,“ sagði hann. Staða íslenskunnar í stafrænum heimi er áhyggjuefni en ásamt lettnesku, litháísku, írsk-gelísku og maltnesku er hún verst stödd allra tungumála á því sviði. Samkvæmt AP er áætlað að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til þróunar á tæknibúnaði sem komi til með að stuðla að björgun íslenskunnar á stafrænni öld.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu Prófessor í íslenskri málfræði er orðin þreyttur á því að það eina sem gerist til að tryggja framtíð íslensku á tækniöld séu endalausar áætlanir en engar aðgerðir. 19. október 2016 12:30 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tækniöld: Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu Prófessor í íslenskri málfræði er orðin þreyttur á því að það eina sem gerist til að tryggja framtíð íslensku á tækniöld séu endalausar áætlanir en engar aðgerðir. 19. október 2016 12:30
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15