KR er aðeins einum sigri frá fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir nauman sigur á Grindavík, 88-89, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í kvöld.
KR var sjö stigum undir, 86-79, þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá fóru meistararnir í gang á meðan Grindvíkingar fóru illa með sóknirnar sínar. Kristófer Acox skoraði m.a. ótrúlega körfu þegar hann minnkaði muninn í 88-86.
Grindavík klúðraði næstu sókn sinni, KR fór upp og Philip Alawoya setti niður magnaðan þrist. Ótrúleg karfa sem tryggði KR sigurinn.
Körfuna hans Alawoya og síðustu tvær mínútur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
