Kunnáttulaus ráðherra sem finnst Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Að gæta hagsmuna almennings, ekki rétt? Rangt. Í byrjun mánaðarins lýsti borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, því yfir að hann hygðist grípa til aðgerða til að minnka loftmengun í borginni. Þeir sem aka dísilbifreiðum um miðbæinn munu senn þurfa að greiða fyrir það tuttugu og fjögur pund í mengunarsekt á dag. Dísilbílar eru mesti mengunarvaldurinn í London en talið er að loftmengun þar valdi níu þúsund ótímabærum dauðsföllum á ári og fimmtíu þúsund dauðsföllum í Bretlandi öllu. Mengun af völdum ökutækja er auk þess talin auka líkur á krabbameini, hjarta- og lungnasjúkdómum, heilablóðfalli og heilabilun. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þess að draga úr dauðsföllum. „Við höfum miklar áhyggjur af kostnaðinum sem þetta mun skapa fyrirtækjum,“ sagði Colin Stanbridge, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Lundúna. Khan lét sér fátt um finnast um gagnrýnina og gekk skrefinu lengra. „Ég hvet ríkisstjórnina til að sýna af sér metnað og taka þátt í að bæta skelfilegt loftið sem við öndum að okkur.“ Svar forsætisráðherra landsins birtist í fyrirsögnum blaðanna næsta dag: „Theresa May lofar að stöðva árás á eigendur dísilbifreiða.“Nóg komið En hingað heim. Allt ætlaði um koll að keyra í vikunni vegna frétta af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Verksmiðjan var gangsett fyrir rúmum fimm mánuðum og hefur starfsemin gengið brösuglega. Súra brunalykt lagði yfir Reykjanesbæ þegar verksmiðjan var tekin í gagnið. Íbúar í nágrenni við hana kvarta undan sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Eldur kom svo upp á þremur hæðum verksmiðjunnar á aðfaranótt þriðjudags. En það var ekki þetta sem olli fjaðrafokinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tjáði sig um verksmiðjuna á Facebook og í fjölmiðlum. Hún sagði „nóg komið“ og sér fyndist að loka ætti verksmiðjunni meðan starfsemi hennar væri skoðuð. Það væri skylda hennar að „standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum“. Fyrir þetta var Björt höfð að háði og spotti. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sakaði hana um „virðingarleysi gagnvart lögum og reglum“ er hann vændi hana um að ætla að hunsa stjórnskipunarlög. Karl Th. Birgisson ritstjóri skrifaði: „Björt Ólafsdóttir kann ekki að vera ráðherra. Umhverfisráðherra lýsti því yfir … að Umhverfisstofa [sic] ætti að loka verksmiðju United Silicon … Hvers vegna? Jú, henni fannst það bara.“Ekki allt með felldu Það er gott að vita til þess að málsmetandi mönnum sé annt um að leikreglur þeirra séu virtar sem ekki virða leikreglur. Það væri hins vegar óskandi að einhver passaði svona vel upp á rétt okkar hinna til að draga andann. „Ég er reiður,“ sagði Sadiq Khan þegar hann frétti af skipulögðu aðgerðaleysi ríkisstjórnar Bretlands í mengunarmálum. „Hvern einasta dag sem við gerum ekkert í málinu anda börnin okkar að sér eitruðu lofti, gamla fólkið okkar nær ekki andanum og fólk lætur lífið.“ Ekki er allt með felldu í Helguvík. Hvaða efni eru það sem valda íbúum Reykjanesbæjar óþægindum? Geta þau valdið fólki langvarandi heilsutjóni? Eru þau jafnvel lífshættuleg? Ef það er „kunnáttulaus“ ráðherra sem „finnst“ að verksmiðju sem hugsanlega spúir hættulegum eiturefnum út í andrúmsloftið eigi að loka meðan málið er skoðað, má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, af algjöru þekkingarleysi, mannréttindi að fá að anda. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og hverjum öðrum óbreyttum aula, að mannslíf séu æðri peningum. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og Sadiq Khan, fráleitt að grípa ekki til aðgerða sem vernda heilsu fólks. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og versta viðvaningi, að það sé hlutverk stjórnmálamanna að gæta hagsmuna almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir United Silicon Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Að gæta hagsmuna almennings, ekki rétt? Rangt. Í byrjun mánaðarins lýsti borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, því yfir að hann hygðist grípa til aðgerða til að minnka loftmengun í borginni. Þeir sem aka dísilbifreiðum um miðbæinn munu senn þurfa að greiða fyrir það tuttugu og fjögur pund í mengunarsekt á dag. Dísilbílar eru mesti mengunarvaldurinn í London en talið er að loftmengun þar valdi níu þúsund ótímabærum dauðsföllum á ári og fimmtíu þúsund dauðsföllum í Bretlandi öllu. Mengun af völdum ökutækja er auk þess talin auka líkur á krabbameini, hjarta- og lungnasjúkdómum, heilablóðfalli og heilabilun. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þess að draga úr dauðsföllum. „Við höfum miklar áhyggjur af kostnaðinum sem þetta mun skapa fyrirtækjum,“ sagði Colin Stanbridge, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Lundúna. Khan lét sér fátt um finnast um gagnrýnina og gekk skrefinu lengra. „Ég hvet ríkisstjórnina til að sýna af sér metnað og taka þátt í að bæta skelfilegt loftið sem við öndum að okkur.“ Svar forsætisráðherra landsins birtist í fyrirsögnum blaðanna næsta dag: „Theresa May lofar að stöðva árás á eigendur dísilbifreiða.“Nóg komið En hingað heim. Allt ætlaði um koll að keyra í vikunni vegna frétta af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Verksmiðjan var gangsett fyrir rúmum fimm mánuðum og hefur starfsemin gengið brösuglega. Súra brunalykt lagði yfir Reykjanesbæ þegar verksmiðjan var tekin í gagnið. Íbúar í nágrenni við hana kvarta undan sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Eldur kom svo upp á þremur hæðum verksmiðjunnar á aðfaranótt þriðjudags. En það var ekki þetta sem olli fjaðrafokinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tjáði sig um verksmiðjuna á Facebook og í fjölmiðlum. Hún sagði „nóg komið“ og sér fyndist að loka ætti verksmiðjunni meðan starfsemi hennar væri skoðuð. Það væri skylda hennar að „standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum“. Fyrir þetta var Björt höfð að háði og spotti. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sakaði hana um „virðingarleysi gagnvart lögum og reglum“ er hann vændi hana um að ætla að hunsa stjórnskipunarlög. Karl Th. Birgisson ritstjóri skrifaði: „Björt Ólafsdóttir kann ekki að vera ráðherra. Umhverfisráðherra lýsti því yfir … að Umhverfisstofa [sic] ætti að loka verksmiðju United Silicon … Hvers vegna? Jú, henni fannst það bara.“Ekki allt með felldu Það er gott að vita til þess að málsmetandi mönnum sé annt um að leikreglur þeirra séu virtar sem ekki virða leikreglur. Það væri hins vegar óskandi að einhver passaði svona vel upp á rétt okkar hinna til að draga andann. „Ég er reiður,“ sagði Sadiq Khan þegar hann frétti af skipulögðu aðgerðaleysi ríkisstjórnar Bretlands í mengunarmálum. „Hvern einasta dag sem við gerum ekkert í málinu anda börnin okkar að sér eitruðu lofti, gamla fólkið okkar nær ekki andanum og fólk lætur lífið.“ Ekki er allt með felldu í Helguvík. Hvaða efni eru það sem valda íbúum Reykjanesbæjar óþægindum? Geta þau valdið fólki langvarandi heilsutjóni? Eru þau jafnvel lífshættuleg? Ef það er „kunnáttulaus“ ráðherra sem „finnst“ að verksmiðju sem hugsanlega spúir hættulegum eiturefnum út í andrúmsloftið eigi að loka meðan málið er skoðað, má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, af algjöru þekkingarleysi, mannréttindi að fá að anda. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og hverjum öðrum óbreyttum aula, að mannslíf séu æðri peningum. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og Sadiq Khan, fráleitt að grípa ekki til aðgerða sem vernda heilsu fólks. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og versta viðvaningi, að það sé hlutverk stjórnmálamanna að gæta hagsmuna almennings.