Justin Shouse leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2017 00:17 Justin Shouse fagnað af samherjum sínum eftir að Stjarnan vann bikarinn afar óvænt í Laugardalshöll eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Vísir/Vilhelm Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00
Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04
Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05
Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39