Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvívegis þegar Molde gerði 3-3 jafntefli við Sandefjord á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Björn hefur því skorað þrjú deildarmörk á tímabilinu auk þess sem hann hefur gefið tvær stoðsendingar.
Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Molde sem er í 5. sæti deildarinnar.
Ingvar Jónsson stóð í marki Sandefjord sem er í 10. sætinu.
Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson léku báðir allan leikinn fyrir Aalesund sem vann 3-1 sigur á Tromsö á heimavelli. Aron Elís Þrándarson er enn frá vegna meiðsla hjá Aalesund sem er í 7. sætinu.
Aron Sigurðarson lagði upp mark Tromsö sem hefur tapað þremur leikjum í röð.
Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Hallgrímur Jónasson lék einnig allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 3-0 fyrir FC Köbenhavn.
Björn Bergmann setti boltann tvisvar framhjá Ingvari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn



Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn



