Ný herferð Instagram einblínir á að laga þetta vandamál. Með notkun kassamerkisins #HereForYou er hægt að sjá notendur deila reynslu sinni og opna umræðuna um geðræn vandamál og leggja áherslu á að finna hjálp.
Markmiðið er að auðvelda notendum sem glíma við hin ýmsu veikindi að leita sér hjálpar.
Nú þegar eru fjölmargir notendur búnir að deila sínum reynslusögum og búast má við að það eigi eftir að aukast enn meira á næstu dögum. Instagram leyfir einnig notendum að flagga við þá notendur nafnlaust sem þeir telja að eiga í hættu við að vera glíma við geðræn vandamál.