Miklar tafir á umferð á Miklubraut: „Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 19:00 Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór. Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór.
Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira