Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Olís-deildarlið Stjörnunnar.
Bjarki Már hefur síðustu ár leikið með Aue í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að snúa heim.
Hann hefur verið í lykilhlutverki í vörn landsliðsins síðustu ár og ljóst að þetta er mikill hvalreki fyrir Garðbæinga.
Bjarki Már lék með HK áður en hann hélt utan.
Á fundinum var einnig tilkynnt að búið væri að framlengja samningi við Einar Jónsson, þjálfara liðsins.
Bjarki Már mættur í Garðabæinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla
Íslenski boltinn


