Sænskur landsliðsmaður kemst ekki að fyrir Rúnari Alex: "Hann er mjög góður markvörður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 15:45 Rúnar Alex er að spila frábærlega fyrir Nordsjælland. vísir/getty Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira