Sumir bílarnir eru enn ófundnir og eru taldir liggja ofan í tjörn sem er 600 metra frá bílasölunni. Bílasala þessi er í bænum Canton um 100 kílómetra austur af Dallas. Þegar hvorfilbylurinn reið yfir höfðu allir starfmenn bílasölunnar forðað sér þar sem til bylsins sást nokkru áður og því urðu engin slys á fólk á vinnustaðnum. Það sama átti ekki við alla íbúa bæjarins Canton, en fjórir íbúar létu lífið sökum hvirfilbylsins.
Það voru ekki bara þessir 275 bílar sem skemmdust eða gereyðilögðust því húsið sem hýsti bílasöluna nánast hvarf og er heildartjónið, með bílunum, metið á 16 milljónir dollara, eða 1,7 milljarð króna.

