Tillögur um legu borgarlínu kynntar í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 21:00 Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira