Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, segir að eitt af því sem er mest gefandi sé að taka þátt í uppbyggingu nýs liðs. Hann segist njóta hverrar einustu sekúndu með landsliðinu og er brattur fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í kvöld.
Guðjón Valur segir að liðið sé búið að leggja mikið á sig við að bæta það sem aflögu fór gegn Makedóníu í fyrri leik liðanna á fimmtudaginn.
Um gagnrýnina sem liðið hefur fengið á sig segir Guðjón Valur að hann vilji miklu frekar starfa í umhverfi þar sem fólk hefur áhuga og skoðanir.
Viðtalið við Guðjón Val má sjá í spilaranum hér að ofan.
