Porsche 911 GT3 nær 7:12,7 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 16:00 Porsche 911 GT3 á Nürburgring brautinni um daginn. Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent