Fótbolti

Leikbann Messi fellt úr gildi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi lætur aðstoðardómarann heyra það.
Messi lætur aðstoðardómarann heyra það. vísir/getty
Leikbannið sem Lionel Messi fékk fyrir að hella sér yfir aðstoðardómara í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM 2018 hefur verið fellt úr gildi.

Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann af FIFA og tók fyrsta leikinn í því út gegn Bólivíu. Argentína tapaði leiknum 0-2.

Argentínska knattspyrnusambandið áfrýjaði leikbanninu sem Messi fékk og það bar árangur. Messi getur því spilað með Argentínu í næsta leik í undankeppninni sem er gegn Úrúgvæ 31. ágúst næstkomandi.

Argentína, sem er í 5. sæti Suður-Ameríkuriðilsins, á einnig eftir að mæta Venesúela, Perú og Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×