Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 14:15 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00