Kæra starfsleyfi kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 12:11 Frá Helguvík. vísir/gva Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“ Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“
Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11
Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00
Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30