Maciej, sem er 22 ára, gekk í raðir Þórs frá Njarðvík fyrir tímabilið. Hann skoraði 14,4 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 1,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.
Maciej var valinn mikilvægasti leikmaður Þórs á lokahófi félagsins á föstudaginn var.
Ragnar Örn Bragason er einnig á förum frá Þór en aðrir lykilmenn liðsins verða áfram í Þorlákshöfn.
Þór endaði í 5. sæti Domino's deildar karla í vetur og féll úr leik fyrir Grindavík, 3-2, í 8-liða úrslitunum. Þá komust Þórsarar í bikarúrslit, annað árið í röð, þar sem þeir töpuðu fyrir KR.