Tesla tapar 42 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 14:12 Tesla Model S bílar bíða eigenda sinna. Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent
Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent