Standa mótmælavakt við rússneska sendiráðið vegna hatursglæpa í Téténíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:34 Tveir mótmælendur stóðu vaktina við sendiráðið þegar ljósmyndari Vísis renndi þar við. vísir/eyþór Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira