Verkefni dagsins Frosti Logason skrifar 4. maí 2017 07:00 Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun