Vagga börnum og blómum – Stefnumótun hjá Kópavogsbæ Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar