Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, hefur ákveðið að hætta að spila með liðinu en Davíð hefur varið mark Mosfellinga síðustu árin.
Davíð er einnig þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu og ætlar að einbeita sér frekar að þjálfuninni. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið.
„Núorðið er metnaðurinn orðinn meiri fyrir þjálfuninn en spilamennskunni og ég hef trú á að þar sé meiri framtíð fyrir mig,“ sagði Davíð.
Afturelding hafnaði í fjórða sæti Olísdeildarinnar í vetur og féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir 3-0 tap í rimmu liðsins gegn deildarmeisturum FH.
Kvennalið Aftureldingar lék í 1. deild kvenna í vetur og hafnaði í sjötta sæti.
Davíð snýr sér alfarið að þjálfun
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

