Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2017 15:39 Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Eurovision „Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira