Milos: Finnst þetta sanngjarn sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2017 21:50 Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu