Gefa út fatalínu úr IKEA pokum Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2017 16:30 Eldur Aron Eiðsson og Pálmi Kormákur Baltasarsson í IKEA vörunum. Inklaw „Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku. Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Sjá meira
„Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku.
Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Sjá meira