Umferðarljósalaus framtíð með sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 10:43 Verða umferðarljós óþörf á næstunni? Verkfræðideild Chalmers háskólans í Svíþjóð hefur bent á það að með þeirri tækni sem nú þegar er til í bílum mætti taka niður öll umferðarljós. Til að svo mætti vera þyrftu reyndar allir bílar að vera með búnaði sem greinir aðkomu annarra bíla og aðlagar hraða sinn á gatnamótum að aðkomandi umferð. Þetta lipra umferðarflæði hafa þeir skýrt út með myndskeiði þar sem þremur bílum er ekið að sömu gatnamótunum á hraða sem annars hefði stuðlað að árekstri. En þar sem allir bílarnir eru með búnað sem les fjarlægð og hraða hinna bílann þá aðlagar hver bíll sig að hinum og kemur í veg fyrir árekstur. Þessi búnaður stuðlar að mikla betra umferðarflæði og miklum eldsneytissparnaði þar sem ekki þarf stöðugt að vera að hægja á bílum við gatnamót. Núverandi gatnakerfi með skógi af biðskylduskiltum, stöðvunarskiltum og umferðarljósum stuðlar bæði af mörgum slysum og hægir mjög á umferð. Þetta má alfarið koma í veg fyrir með búnaði í hverjum bíl sem les umferðarflæð nágrennis síns. Miðað við myndskeiðið sem hér fylgir gæti það verið nokkuð stressandi í fyrstu að sitja í bíl sem treystir á svona umferðarflæðisbúnað þar sem afar stutt er á milli bíla er þeir mætast og hraðinn dágóður. Treysta þarf því búnaðinum í blindni og eins gott að tæknin svíki ekki. Þetta fengu þeir Chalmers menn að reyna með því að sitja í bílunum við prófanirnar og sögðu þeir að það hafi verið erfitt í fyrstu en síðan hafi þetta vanist vel og stressið algerlega horfið. https://www.youtube.com/watch?v=fzkv5beS4uk Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent
Verkfræðideild Chalmers háskólans í Svíþjóð hefur bent á það að með þeirri tækni sem nú þegar er til í bílum mætti taka niður öll umferðarljós. Til að svo mætti vera þyrftu reyndar allir bílar að vera með búnaði sem greinir aðkomu annarra bíla og aðlagar hraða sinn á gatnamótum að aðkomandi umferð. Þetta lipra umferðarflæði hafa þeir skýrt út með myndskeiði þar sem þremur bílum er ekið að sömu gatnamótunum á hraða sem annars hefði stuðlað að árekstri. En þar sem allir bílarnir eru með búnað sem les fjarlægð og hraða hinna bílann þá aðlagar hver bíll sig að hinum og kemur í veg fyrir árekstur. Þessi búnaður stuðlar að mikla betra umferðarflæði og miklum eldsneytissparnaði þar sem ekki þarf stöðugt að vera að hægja á bílum við gatnamót. Núverandi gatnakerfi með skógi af biðskylduskiltum, stöðvunarskiltum og umferðarljósum stuðlar bæði af mörgum slysum og hægir mjög á umferð. Þetta má alfarið koma í veg fyrir með búnaði í hverjum bíl sem les umferðarflæð nágrennis síns. Miðað við myndskeiðið sem hér fylgir gæti það verið nokkuð stressandi í fyrstu að sitja í bíl sem treystir á svona umferðarflæðisbúnað þar sem afar stutt er á milli bíla er þeir mætast og hraðinn dágóður. Treysta þarf því búnaðinum í blindni og eins gott að tæknin svíki ekki. Þetta fengu þeir Chalmers menn að reyna með því að sitja í bílunum við prófanirnar og sögðu þeir að það hafi verið erfitt í fyrstu en síðan hafi þetta vanist vel og stressið algerlega horfið. https://www.youtube.com/watch?v=fzkv5beS4uk
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent