Juventus varð í kvöld ítalskur bikarmeistari þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Juventus á því enn góða möguleika á að vinna þrennuna svokölluðu. Liðið er orðið bikarmeistari, komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að verða ítalskur meistari sjötta árið í röð.
Varnarmennirnir Dani Alves og Leonardo Bonucci skoruðu mörk Juventus í fyrri hálfleik. Lazio tókst ekki að ógna þeirri forystu í seinni hálfleik og Juventus sigldi sigrinum í örugga höfn.
Juventus hefur 12 sinnum orðið bikarmeistari á Ítalíu, oftast allra liða.
