Sofandi þingmenn Björn B. Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn B. Björnsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar