Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. maí 2017 13:27 Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Skjáskot/Youtube „Þetta var einhvern veginn alveg eins og ég bjóst við að þetta myndi vera,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðarsinni í samtali við Vísi. Ugla fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Umræða um kynsegin fólk hefur verið hávær í Bretlandi síðustu daga. Fólk sem er kynsegin upplifir sig hvorki sem karl né konu og finnst kynvitund þeirra falla utan kynjabásanna tveggja. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. „Það var mál þar sem skóli í Bretlandi ákvað að leyfa nemendum að klæðast þeim fötum sem þeim vildu. Það eru skólabúningar en þeir leyfðu krökkunum sjálfum að velja hvorn skólabúninginn þau vildu klæðast. Þá byrjaði einhver umræða um kynhlutleysi og Piers Morgan er búinn að vera að fjalla um þetta alla vikuna,“ segir Ugla. Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og spurði hann parið meðal annars hvort, fyrst að fólk gæti skilgreint sig utan kynja, hann gæti skilgreint sig sem svarta konu. „Það breytir litlu í mínu lífi hvernig annað fólk skilgreinir sig, þú getur skilgreint þig hvernig sem þú vilt og það er þitt val,“ svaraði Ugla.Umræðan afvegaleidd Hún segir að vandamálið sé að fyrir Morgan sé umræðan einungis fræðileg en fyrir þau Fox sé um þeirra daglega líf að ræða. „Það sem mér fannst standa upp úr var að hann hélt alltaf áfram að afvegaleiða umræðuna og fór að tala um kynþátt, eða að hann skilgreindi sjálfan sig sem fíl,“ segir Ugla og bætir við að það sé algengt að fólk afvegaleið umræðu um kynsegin fólk á þennan hátt. „Það er eins og fólk geri það þegar það er ekki með nein almennileg rök gegn þessu. Af því að þetta snýst í rauninni bara um að þú skilgreinir þig, að þetta sé partur af þínu sjálfi. Og það getur í raun enginn sagt þér að þú sért ekki eitthvað og hann getur ekki verið ósammála því en þess vegna fer hann bara í það að segjast vera svört kona. Það er bara önnur umræða sem tengist þessu ekkert. Mér fannst líka standa upp úr þegar hann sagði að þetta væri smitandi og mér finnst það vera nákvæmlega það sama og var sagt um samkynhneigða fyrir ekki svo löngu og nú er verið að yfirfæra það yfir á kynsegin fólk. Það sýnir bara hvað við erum að endurtaka söguna aftur og aftur.“ Ugla segir að umræðan sé þó að þróast í rétta átt. „Mér finnst það orðið hafa breyst rosa mikið á síðustu árum, umræðan um kynsegin fólk. Mér finnst hún alltaf vera jákvæðari og jákvæðari. Þetta er bara ákveðin þróun. Ég held við séum á leiðinni í rétta átt. Bara að okkur hafi verið boðið að tala um þetta í þessum þætti er skref í rétta átt. Að þetta sé rætt í þessum þætti í Bretlandi sem mjög margir sjá er framför.“ Tengdar fréttir Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Þetta var einhvern veginn alveg eins og ég bjóst við að þetta myndi vera,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðarsinni í samtali við Vísi. Ugla fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. Umræða um kynsegin fólk hefur verið hávær í Bretlandi síðustu daga. Fólk sem er kynsegin upplifir sig hvorki sem karl né konu og finnst kynvitund þeirra falla utan kynjabásanna tveggja. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. „Það var mál þar sem skóli í Bretlandi ákvað að leyfa nemendum að klæðast þeim fötum sem þeim vildu. Það eru skólabúningar en þeir leyfðu krökkunum sjálfum að velja hvorn skólabúninginn þau vildu klæðast. Þá byrjaði einhver umræða um kynhlutleysi og Piers Morgan er búinn að vera að fjalla um þetta alla vikuna,“ segir Ugla. Piers Morgan er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum og spurði hann parið meðal annars hvort, fyrst að fólk gæti skilgreint sig utan kynja, hann gæti skilgreint sig sem svarta konu. „Það breytir litlu í mínu lífi hvernig annað fólk skilgreinir sig, þú getur skilgreint þig hvernig sem þú vilt og það er þitt val,“ svaraði Ugla.Umræðan afvegaleidd Hún segir að vandamálið sé að fyrir Morgan sé umræðan einungis fræðileg en fyrir þau Fox sé um þeirra daglega líf að ræða. „Það sem mér fannst standa upp úr var að hann hélt alltaf áfram að afvegaleiða umræðuna og fór að tala um kynþátt, eða að hann skilgreindi sjálfan sig sem fíl,“ segir Ugla og bætir við að það sé algengt að fólk afvegaleið umræðu um kynsegin fólk á þennan hátt. „Það er eins og fólk geri það þegar það er ekki með nein almennileg rök gegn þessu. Af því að þetta snýst í rauninni bara um að þú skilgreinir þig, að þetta sé partur af þínu sjálfi. Og það getur í raun enginn sagt þér að þú sért ekki eitthvað og hann getur ekki verið ósammála því en þess vegna fer hann bara í það að segjast vera svört kona. Það er bara önnur umræða sem tengist þessu ekkert. Mér fannst líka standa upp úr þegar hann sagði að þetta væri smitandi og mér finnst það vera nákvæmlega það sama og var sagt um samkynhneigða fyrir ekki svo löngu og nú er verið að yfirfæra það yfir á kynsegin fólk. Það sýnir bara hvað við erum að endurtaka söguna aftur og aftur.“ Ugla segir að umræðan sé þó að þróast í rétta átt. „Mér finnst það orðið hafa breyst rosa mikið á síðustu árum, umræðan um kynsegin fólk. Mér finnst hún alltaf vera jákvæðari og jákvæðari. Þetta er bara ákveðin þróun. Ég held við séum á leiðinni í rétta átt. Bara að okkur hafi verið boðið að tala um þetta í þessum þætti er skref í rétta átt. Að þetta sé rætt í þessum þætti í Bretlandi sem mjög margir sjá er framför.“
Tengdar fréttir Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00