Halldór: Valsmenn komast upp með hreint út sagt endalausar sóknir Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. maí 2017 22:32 Halldór var ósáttur með margt í leik FH í kvöld. vísir/eyþór „Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00