Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 22:31 Skutlara-síðan á Facebook telur hátt í 35 þúsund manns, en þar er boðið upp á far gegn gjaldi. vísir/stefán Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11