Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:34 Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00