Ekki boðlegt Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.“ Var í frétt á Vísi haft eftir Höskuldi Birki Erlingssyni, varðstjóra hjá lögreglunni á Blönduósi á mánudaginn. Þá um kvöldið varð Höskuldur Birkir vitni að umferðarslysi við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Það varð vegfarendum til gæfu að Höskuldur Birkir var þarna á ferð á frívakt en tilefni ummæla hans gætu hins vegar orðið að ærinni ógæfu ef ekkert verður að gert. En málið snýst um að fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Að öllu óbreyttu taka uppsagnir sjúkraflutningamannanna gildi í dag og á morgun og verða þá aðeins tveir til taks ef eitthvað kemur upp á. Vonandi kemur ekki til þess en ástandið sem það fæli í sér fyrir viðkomandi svæði er svo alvarlegt að þjóðin öll hlýtur að láta sig það varða. Það lýsir í raun fádæma ábyrgðarleysi af hálfu ríkisins að málið skuli vera á því stigi að varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi hafi ekki verið viss um hvort það kæmu sjúkraflutningamenn á slysstað eða ekki. Eftir hverju eru menn eiginlega að bíða? Hversu illa þarf þetta að fara? Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn, eins og hér um ræðir, sættust á það árið 2015 að framlengja gildandi kjarasamning með sérstakri bókun um nefnd sem átti að vinna á úttekt á samningstímanum. Þar kom einnig fram að þróun sjúkraflutninga síðustu fimmtán ár hafi verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við kröfur. Á þessum tveimur árum er viðbúið að álagið hafi aukist enn frekar af völdum sívaxandi ferðamannastraums en engu að síður hefur nefndinni sem fjármálaráðuneytið setti saman til verksins ekki enn tekist að skila skýrslunni sem átti að liggja fyrir 1. desember á síðasta ári. Það er auðvitað með ólíkindum. Eiga íbúar Austur-Húnavatnssýslu og ferðamenn á svæðinu kannski að hringja í þá eða ráðuneytið ef illa fer? Nei, það er líklega ekki til neins. Starf sjúkraflutningamanna er nefnilega sérhæft og gríðarlega erfitt starf bæði líkamlega og ekki síður andlega. Að auki þá búa sjúkraflutningamenn aldrei við þann lúxus að geta látið þá sem til þeirra leita bíða þess að það henti þeim að fara í verkið. Viðbragðstími og færni sjúkraflutningamanna skilja nefnilega oft á milli lífs og dauða og álagið er í fullu samræmi við það en kjörin ekki. Það er því ekki að undra að fleiri af þeim um 90 sjúkraflutningamönnum sem starfa hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi séu að íhuga uppsagnir. Það er nefnilega ekki hægt að láta ábyrgðina af lífi og heilsu fólks endalaust liggja hjá fólki sem þegar hefur lagt á sig margfalt það sem til er hægt að ætlast. Það skeytingarleysi sem ríkisvaldið hefur sýnt af sér í þessu máli er einfaldlega ekki boðlegt þeim sem hafa tekið að sér að vinna þessi erfiðu störf. Ekki boðlegt hvorki íbúum né ferðamönnum viðkomandi svæða. Einfaldlega vegna þess að við búum í samfélagi þar sem við getum öll verið á eitt sátt um að virða líf, heilsu og öryggi allra til jafns.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.“ Var í frétt á Vísi haft eftir Höskuldi Birki Erlingssyni, varðstjóra hjá lögreglunni á Blönduósi á mánudaginn. Þá um kvöldið varð Höskuldur Birkir vitni að umferðarslysi við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Það varð vegfarendum til gæfu að Höskuldur Birkir var þarna á ferð á frívakt en tilefni ummæla hans gætu hins vegar orðið að ærinni ógæfu ef ekkert verður að gert. En málið snýst um að fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Að öllu óbreyttu taka uppsagnir sjúkraflutningamannanna gildi í dag og á morgun og verða þá aðeins tveir til taks ef eitthvað kemur upp á. Vonandi kemur ekki til þess en ástandið sem það fæli í sér fyrir viðkomandi svæði er svo alvarlegt að þjóðin öll hlýtur að láta sig það varða. Það lýsir í raun fádæma ábyrgðarleysi af hálfu ríkisins að málið skuli vera á því stigi að varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi hafi ekki verið viss um hvort það kæmu sjúkraflutningamenn á slysstað eða ekki. Eftir hverju eru menn eiginlega að bíða? Hversu illa þarf þetta að fara? Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn, eins og hér um ræðir, sættust á það árið 2015 að framlengja gildandi kjarasamning með sérstakri bókun um nefnd sem átti að vinna á úttekt á samningstímanum. Þar kom einnig fram að þróun sjúkraflutninga síðustu fimmtán ár hafi verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við kröfur. Á þessum tveimur árum er viðbúið að álagið hafi aukist enn frekar af völdum sívaxandi ferðamannastraums en engu að síður hefur nefndinni sem fjármálaráðuneytið setti saman til verksins ekki enn tekist að skila skýrslunni sem átti að liggja fyrir 1. desember á síðasta ári. Það er auðvitað með ólíkindum. Eiga íbúar Austur-Húnavatnssýslu og ferðamenn á svæðinu kannski að hringja í þá eða ráðuneytið ef illa fer? Nei, það er líklega ekki til neins. Starf sjúkraflutningamanna er nefnilega sérhæft og gríðarlega erfitt starf bæði líkamlega og ekki síður andlega. Að auki þá búa sjúkraflutningamenn aldrei við þann lúxus að geta látið þá sem til þeirra leita bíða þess að það henti þeim að fara í verkið. Viðbragðstími og færni sjúkraflutningamanna skilja nefnilega oft á milli lífs og dauða og álagið er í fullu samræmi við það en kjörin ekki. Það er því ekki að undra að fleiri af þeim um 90 sjúkraflutningamönnum sem starfa hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi séu að íhuga uppsagnir. Það er nefnilega ekki hægt að láta ábyrgðina af lífi og heilsu fólks endalaust liggja hjá fólki sem þegar hefur lagt á sig margfalt það sem til er hægt að ætlast. Það skeytingarleysi sem ríkisvaldið hefur sýnt af sér í þessu máli er einfaldlega ekki boðlegt þeim sem hafa tekið að sér að vinna þessi erfiðu störf. Ekki boðlegt hvorki íbúum né ferðamönnum viðkomandi svæða. Einfaldlega vegna þess að við búum í samfélagi þar sem við getum öll verið á eitt sátt um að virða líf, heilsu og öryggi allra til jafns.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun