Bestu tilþrifin frá torfærunni á Hellu Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2017 13:39 Bílunum var ekki hlíft í tofærunni á Hellu um helgina. Það voru 3.200 spenntir áhorfendur sem mættu á fyrstu torfæru sumarsins sem fram fór á Hellu á laugardaginn. Eknar voru sex brautir. Fyrstu þrjár þeirra voru hefðbundnar brautir. Síðan kom að tímabraut og þá önnur tímabraut í ánni og að lokum mýrin fræga sem síðasta braut. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og sólin lét sjá sig vel, en reyndar var þónokkur vindur meðan á mótinu stóð. Í götubílaflokki mætti Ragnar Skúlason á Íslandsmeistarabílnum sem Ívar Guðmundsson hefur verið á löngum. Ragnar er fyrrverandi Íslandsmeistari árin 1992 og 1994. Hann var með forystuna lengi vel en velti í tímabrautinni og Eðvald Orri fór þar með upp í fyrsta sætið. Í sérútbúna flokknum var það Guðmundur Ingi Arnarson sem vann nokkuð örugglega eftir að Atli Jamil, sem var með forystuna fyrir tímabraut, velti í henni og Geir Evert Grímsson stoppaði í mýrinni. Guðmundur Ingi var í öðru sæti í Íslandsmótinu í fyrra. Elías Guðmundsson hafnaði í 3. sæti í sinni annarri keppni. Hann fékk lánaðan bíl frá Akureyri í fyrra, en hann fjárfesti í bíl frá Noregi fyrir keppnisröðina í ár og var að keppa í sinni fyrstu keppni á nýja bílnum. Árni Kópsson mætti heldur betur til leiks og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Hraðametið á ánni er 87 km hraði, Guðbjörn Grímsson setti það árið 2014. Árni náði 84 km hraða. Frábært var að fylgjast með endurkomu hans í þessari keppni. Gestur J. Ingólfsson fékk tilþrifaveðlaunin. Næsta torfærukeppni fer svo fram í Stapafelli á Reykjanesinu laugardaginn 27. maí. Úrslitin í keppninni á Hellu urðu þessi og myndband unnið af Jakob C frá keppninni má finna að neðan: Sérútbúnir bílar 1.796 1 Guðmundur Ingi Arnarson Ljónið 1.579 2 Magnús Sigurðsson Kubbur 1.566 3 Elías Guðmundsson Ótemjan 1.385 4 Geir Evert Grímsson Sleggjan 1.364 5 Þór Þormar Pálsson THOR 1.350 6 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 1.267 7 Arnar Elí Gunnarsson Allin 1.233 8 Gestur Jón Ingólfsson Draumurinn 1.231 9 Árni Kópsson Heimasætan 1.042 10 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 808 11 Aron Ingi Svansson Zombie 710 12 Valdimar Jón Sveinsson Crash Hard 683 13 Birgir Sigurðsson General doctorinn Götubílaflokkur 1.492 1 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 1.220 2 Ragnar Skúlason Kölski 910 3 Haukur Birgisson Þeytingur 560 4 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 150 5 Sveinbjörn Reynisson Bazooka Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent
Það voru 3.200 spenntir áhorfendur sem mættu á fyrstu torfæru sumarsins sem fram fór á Hellu á laugardaginn. Eknar voru sex brautir. Fyrstu þrjár þeirra voru hefðbundnar brautir. Síðan kom að tímabraut og þá önnur tímabraut í ánni og að lokum mýrin fræga sem síðasta braut. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og sólin lét sjá sig vel, en reyndar var þónokkur vindur meðan á mótinu stóð. Í götubílaflokki mætti Ragnar Skúlason á Íslandsmeistarabílnum sem Ívar Guðmundsson hefur verið á löngum. Ragnar er fyrrverandi Íslandsmeistari árin 1992 og 1994. Hann var með forystuna lengi vel en velti í tímabrautinni og Eðvald Orri fór þar með upp í fyrsta sætið. Í sérútbúna flokknum var það Guðmundur Ingi Arnarson sem vann nokkuð örugglega eftir að Atli Jamil, sem var með forystuna fyrir tímabraut, velti í henni og Geir Evert Grímsson stoppaði í mýrinni. Guðmundur Ingi var í öðru sæti í Íslandsmótinu í fyrra. Elías Guðmundsson hafnaði í 3. sæti í sinni annarri keppni. Hann fékk lánaðan bíl frá Akureyri í fyrra, en hann fjárfesti í bíl frá Noregi fyrir keppnisröðina í ár og var að keppa í sinni fyrstu keppni á nýja bílnum. Árni Kópsson mætti heldur betur til leiks og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Hraðametið á ánni er 87 km hraði, Guðbjörn Grímsson setti það árið 2014. Árni náði 84 km hraða. Frábært var að fylgjast með endurkomu hans í þessari keppni. Gestur J. Ingólfsson fékk tilþrifaveðlaunin. Næsta torfærukeppni fer svo fram í Stapafelli á Reykjanesinu laugardaginn 27. maí. Úrslitin í keppninni á Hellu urðu þessi og myndband unnið af Jakob C frá keppninni má finna að neðan: Sérútbúnir bílar 1.796 1 Guðmundur Ingi Arnarson Ljónið 1.579 2 Magnús Sigurðsson Kubbur 1.566 3 Elías Guðmundsson Ótemjan 1.385 4 Geir Evert Grímsson Sleggjan 1.364 5 Þór Þormar Pálsson THOR 1.350 6 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 1.267 7 Arnar Elí Gunnarsson Allin 1.233 8 Gestur Jón Ingólfsson Draumurinn 1.231 9 Árni Kópsson Heimasætan 1.042 10 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 808 11 Aron Ingi Svansson Zombie 710 12 Valdimar Jón Sveinsson Crash Hard 683 13 Birgir Sigurðsson General doctorinn Götubílaflokkur 1.492 1 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 1.220 2 Ragnar Skúlason Kölski 910 3 Haukur Birgisson Þeytingur 560 4 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 150 5 Sveinbjörn Reynisson Bazooka
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent