Vilja afsökunarbeiðni frá Benedikt vegna ummæla hans um lundafléttuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 18:32 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Alþingi í dag vegna ummæla sem hann lét falla í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benedikt beindi orðum sínum til málshefjanda; Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks. „Það vantar lundann í þennan samning. Það eru þau vinnubrögð sem háttvirtur þingmaður vill viðhafa,“ sagði Benedikt og átti þar tíðrædda „lundafléttu“ úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna einkavæðingar Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Ólafur Ólafsson, sem er í aðalhlutverki í skýrslu nefndarinnar hefur jafnan verið tengdur við Framsóknarflokkinn. Þá sagði Benedikt að ljóst sé að Sigurður Ingi beri sérstakan kala til Garðabæjar, enda séu þar engir fulltrúar á hans vegum – Framsóknarflokknum. Með þeim orðum Benedikts lauk sérstakri umræðu um Vífilsstaði og segja má að soðið hafi upp úr á þingi í kjölfarið, þar sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og fór fram á afsökunarbeiðni. Sigurður Ingi var þeirra á meðal en hann gagnrýndi ráðherrann fyrir ómálefnaleg svör. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist vart hafa trúað eigin eyrum. „...Að verið væri að líkja málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar við lundafléttuna úr Hauck & Aufhäuser skýrslunni. Ég spyr mig nú bara: Hvurs lags er þetta? [...] Ég held að hæstvirtur ráðherra væri maður að meiri ef hann kæmi hingað upp og bæðist afsökunar á þessum orðum sínum,“ sagði hún. Aðrir þingmenn tóku undir og gagnrýndu Sigurð fyrir að fara frekar í manninn en boltann. Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Alþingi í dag vegna ummæla sem hann lét falla í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benedikt beindi orðum sínum til málshefjanda; Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks. „Það vantar lundann í þennan samning. Það eru þau vinnubrögð sem háttvirtur þingmaður vill viðhafa,“ sagði Benedikt og átti þar tíðrædda „lundafléttu“ úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna einkavæðingar Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Ólafur Ólafsson, sem er í aðalhlutverki í skýrslu nefndarinnar hefur jafnan verið tengdur við Framsóknarflokkinn. Þá sagði Benedikt að ljóst sé að Sigurður Ingi beri sérstakan kala til Garðabæjar, enda séu þar engir fulltrúar á hans vegum – Framsóknarflokknum. Með þeim orðum Benedikts lauk sérstakri umræðu um Vífilsstaði og segja má að soðið hafi upp úr á þingi í kjölfarið, þar sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og fór fram á afsökunarbeiðni. Sigurður Ingi var þeirra á meðal en hann gagnrýndi ráðherrann fyrir ómálefnaleg svör. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist vart hafa trúað eigin eyrum. „...Að verið væri að líkja málflutningi Sigurðar Inga Jóhannssonar við lundafléttuna úr Hauck & Aufhäuser skýrslunni. Ég spyr mig nú bara: Hvurs lags er þetta? [...] Ég held að hæstvirtur ráðherra væri maður að meiri ef hann kæmi hingað upp og bæðist afsökunar á þessum orðum sínum,“ sagði hún. Aðrir þingmenn tóku undir og gagnrýndu Sigurð fyrir að fara frekar í manninn en boltann.
Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. 13. apríl 2017 15:51
Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00