Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi er Þingvellir. Þar er þegar byrjað að innheimta bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30