Tryggvi semur við Þórsara til þriggja ára en spilar líklega ekki með þeim næsta vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 17:00 Tryggvi Snær Hlinason er eftirsóttur. vísir/anton brink Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason.
Dominos-deild karla Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira