Leikskólapólítík María Bjarnadóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun
Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun. Tilkynning forsætisráðherra um aukna áherslu á svokallaða Grammar-skóla, latínuskóla Viktoríutímans og aðgöngumiða efnaminni afburðanemenda að einkaskólamenntun, hefur vakið heitar umræður um skólakerfið sem er um margt ólíkt því íslenska. Hin ríka hefð fyrir einkaskólum og dýrum einkareknum heimavistarskólum er samofin hinni djúpu stéttaskiptingu í landinu. Kerfin eru líka afar ólík í leikskólamálum. Í raun má segja að fyrirkomulag leikskólamála á Bretlandseyjum minni heldur á stöðuna á Íslandi árið 1987 en 2017. Leikskólapláss er í Bretlandi lúxus þeirra efnameiri eða þeirra sem tilheyra tilteknum hópum. „Venjulegar“ konur í millistétt hætta flestar að vinna þegar börnin fæðast. Launin duga ekki fyrir leikskólagjaldinu. Tilkoma breska Kvennalistans hefur ýtt við umræðum um leikskóla og nú hefur Verkamannaflokkurinn tekið undir þau sjónarmið. Kvennalistinn hefur lagt upp með stefnu um aðgengilegan leikskóla sem svipar til stefnu R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tók við stjórn Reykjavíkurborgar árið 1994. Heilsdagsleikskóla aðgengilegan öllum börnum óháð stöðu foreldra þeirra. Öfgafemínisminn sem birtist í uppbyggingu leikskóla fyrir rúmum tveimur áratugum hefur reynst skynsamleg pólitík og grundvallarforsenda þess árangurs sem Ísland hefur þó náð í jafnréttismálum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun