Milljónasti Porsche 911 af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2017 14:23 Milljónasti Porsche 911 er grænn Carrera S. Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent