Íslandsvinurinn Jeremy Lin hjá Brooklyn Nets hefur mátt þola alls konar kynþáttaníð í körfuboltanum.
Lin er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna sem kemst í NBA-deildina og honum fannst hann ekki alltaf vera velkominn á vellinum.
Hann spilaði með Harvard-háskólanum áður en hann komst í NBA og þar fékk hann að heyra það.
„Það var verst að spila í Cornell þar sem menn voru óhræddir við að nota öll blótsyrði sem til eru um fólk af asískum uppruna,“ sagði Lin.
„Ég svaraði aldrei fyrir mig heldur dró mig inn í skel þegar svona gekk á. Ég var kallaður hrísgrjón og fleira í þeim dúr. Einnig var gert grín að augunum mínum. Var spurður að því hvort ég sæi yfir höfuð á stigatöfluna með svona augum. Það var aldrei neitt gert í þessu. Það var sorglegt.“
Lin segir að jafnvel þjálfarar hafi uppnefnt hann við dómara án þess að dómararnir hafi nokkuð gert. Í NBA-deildinni sé síðan miklu minna um svona viðbjóð.
Meira kynþáttaníð í háskólaboltanum en í NBA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn