Einkamál Tækniskólans Guðríður Arnardóttir skrifar 10. maí 2017 10:45 Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun