Hummer enn framleiddur til útflutnings Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 10:00 Humvee C-Series eru enn framleiddir og seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent