Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:00 Gianluigi Buffon fagnar í leikslok í gær. Vísir/AP Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira